7 Júlí 2006 12:00

Lögreglan í Reykjavík verður með aukið umferðareftirlit um  helgina. Ljóst er að margir verða á faraldsfæti og því verður grannt fylgst með umferðinni. Ökumenn og farþegar eiga að hafa beltin spennt og þá skal ávallt virða löglegan hámarkshraða. Margir verða með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna í eftirdragi. Ökumenn verða að gæta þess að allur búnaður þeim tengdur sé í lagi. Þá er ekki síður mikilvægt að sýna tillitsemi og hafa góða skapið í lagi. Sé þetta til staðar mun umferðin ganga vel.

Lögreglan vill einnig árétta að þeir sem halda burt úr borginni í lengri eða skemmri tíma gangi tryggilega frá heimilum sínum. Gott ráð er biðja nágranna um að líta eftir húsnæði. Fá þá til að kveikja ljós, fjarlægja póst, leggja í bílastæði o.þ.h. Slíkar ráðstafanir hafa gefið góða raun. Lögreglan hvetur líka fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir.