30 Júlí 2020 15:14

Lögreglan á Austurlandi mun halda uppi öflugu umferðareftirliti í umdæminu um komandi verslunarmannahelgi. Við viljum koma þeim tilmælum til ökumanna að fara varlega, virða takmarkanir um hámarkshraða og nota ekki farsíma án handfrjáls búnaðar. Bæði ökumenn og farþegar eiga að spenna bílbelti, og munum umfram allt að áfengi og akstur eiga aldrei samleið.

Virðum umferðarlögin og sýnum hvort öðru tillitssemi.