27 Júlí 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík verður með sérstakt umferðareftirlit vegna tónleika á Miklatúni næstkomandi sunnudagskvöld. Búist er við töluverðum fjölda gesta og er þeim bent á bílastæði við Iðnskólann í Reykjavík, Fjöltækniskóla Íslands við Háteigsveg, Perluna og Kringlusvæðið.
Tónleikagestir eru vinsamlegast beðnir um að leggja ekki bílum sínum í fjölfarnar umferðargötur eins og Lönguhlíð, Snorrabraut og Miklubraut. Lögreglan leggur áherslu á að umferðin gangi greiðlega fyrir sig á þessu svæði. Á það ekki síst við um Miklubraut en lögreglan ætlar að tryggja að umferð um hana verður með eðlilegum hætti.