Umferðareftirlit við FLE

18 Apríl 2017 11:06
Síðast uppfært: 18 Apríl 2017 klukkan 11:06

Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi sérstöku umferðareftirliti á Reykjanesbraut, við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í fyrrakvöld. Um 50 ökumenn voru stöðvaðir og kannað með ástand og ökuréttindi þeirra. Einn ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og annar ók án þess að hafa endurnýjað ökuréttindin. Aðrir ökumenn voru með allt sitt á hreinu.

Lögregla hafði áður stöðvað á annan tug ökumanna á sama stað í sama tilgangi. Þá hlaut einn ökumaður tiltal sökum ökuhraða.