25 Ágúst 2021 12:02

Þar sem grunnskólar eru að hefjast mun lögreglan á Austurlandi  leggja áherslu á eftirlit við grunnskóla svæðisins. Fylgst verður með ökuhraða, bílbeltanotkun ökumanna og ekki síður farþega, en einnig símanotkun ökumanna. Þá er rétt að minna ökumenn á þeim ber skylda að stoppa við gangbraut og hleypa gangandi vegfaranda yfir götuna.Lögregla áréttar að í flestum tilvikum eru þessi atriði í prýðilegu lagi en þykir engu að síður rétt að benda á mikilvægi þeirra í skólabyrjun. Lögreglan hvetur og ökumenn til gæta að ljósanotkun og notkun stefnuljósa sem hvorutveggja er liður í auknu umferðaröryggi.

Ökumenn, sýnum sérstaka aðgæslu við grunn og leikskóla.

Gerum þetta saman.