27 Apríl 2010 12:00

Í gær, mánudaginn 26. apríl, rétt fyrir kl. 11:00 varð árekstur tveggja bifreiða á mótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar. Fólksbifreið var ekið austur Vífilsstaðaveg, yfir Hafnarfjarðarveg, þegar annarri fólksbifreið var ekið vestur Vífilsstaðaveg og beygt til suðurs Hafnarfjarðarveg. Ökumaður þeirrar bifreiðar stöðvaði ekki við áreksturinn og ók af staðnum. Um er að ræða frekar litla fólksbifreið, bláa að lit og var ökumaðurinn kona. Bifreiðin er sennileg nokkuð skemmd eftir óhappið.

Ökumaður þessarar bláu fólksbifreiðar er vinsamlega beðinn að hafa samband við lögreglustöðina í Hafnarfirði eða í síma 444-1000. Einnig eru þeir sem geta gefið upplýsingar um óhappið beðnir að hafa samband.