13 Apríl 2015 11:08

Ökumaður, sem var á leið í Bláa lónið um helgina missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Þarna voru á ferð tveir erlendir ferðamenn. Þeir sluppu báðir ómeiddir en dráttarbifreið fjarlægði bifreið þeirra sem var taldvert skemmd eftir óhappið.

Þá var lögreglan á Suðurnesjum einnig kvödd að Krossmóa í Reykjanesbæ þar sem ökumaður hafði stigið á bensíngjöf í stað bremsu með þeim afleiðingum að hann ók á aðra bifreið. Hann slapp einnig ómeiddur.

Loks var umferðarmerki ekið niður á Reykjanesbraut við Stekk og sá sem það gerði var horfinn af vettvangi þegar lögreglu bar að.