7 Ágúst 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Ármúla, Grensásvegar og Skeifunnar í Reykjavík um kl. 12 föstudaginn 5. júlí sl. Þar rákust saman svartur Mercedes Benz og ljósbrúnn Skoda Octavia, en ökumönnunum ber ekki saman um málsatvik. Rannsókn lögreglu beinist að því hvort Benzinum hafi verið bakkað á Skodann, en ökumenn þeirra biðu eftir grænu ljósi á umræddum gatnamótum í aðdraganda málsins.
Þeir sem urðu vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is