19 September 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Vesturlandsvegi (Ártúnsbrekku) laust fyrir klukkan 20 í gærkvöld, en tilkynnt var um málið klukkan 19.50. Þar var svörtum Subaru Legacy ekið aftan á dökkgráan Toyota Rav4, en bílarnir voru báðir á akrein lengst til vinstri á leið austur.

Þeir sem urðu vitni að óhappinu, sem og samskiptum ökumannanna á vettvangi, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is og í einkaskilaboðum til lögreglunnar á fésbókarsíðu hennar.