13 Febrúar 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum á Höfðabakkabrú í Reykjavík kl. 8.59 mánudaginn 3. febrúar. Þar rákust saman ljósgrá Toyota Yaris og grá Toyota Corolla en í framhaldinu hafnaði Yarisinn einnig á annarri bifreið, dökkblá Mazda 3. Því var um að ræða þriggja bíla árekstur en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Yarisinn var á leið suður Höfðabakka og yfir áðurnefnd gatnamót, en ökumennirnir á Corollunni og Mözdunni óku báðir Höfðabakka í norður og hugðust beygja til vesturs inn á aðrein sem liggur að Vesturlandsvegi.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.