19 Ágúst 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Frakkastíg við Lindargötu í Reykjavík fimmtudaginn 31. júlí, en tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.38. Þar var ekið á svartan KIA Picanto sem kastaðist áfram og hafnaði á ljósgráum Opel Astra, en tjónvaldurinn ók á brott. Hans er nú leitað en viðkomandi er jafnframt hvattur til að gefa sig fram.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Frá vettvangi á Frakkastíg.