3 Mars 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Reykjanesbraut í Garðabæ um tíuleytið sl. mánudagsmorgun, 28. febrúar. Þar hafnaði grængrár Hyundai á grindverki, á móts við Hnoðraholt, þegar ökumaður hans reyndi að forðast árekstur við Toyota Land Cruiser 120 jeppa. Þarna eru tvær akgreinar í suðurátt en jeppanum var ekið framúr Hyundai-bílnum og síðan skyndilega í veg fyrir hann með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að jeppinn sé silfurgrár að lit og að ökumaður hans sé karl kominn yfir miðjan aldur. Þeir sem urðu vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Frá vettvangi.

Bíllinn er talsvert skemmdur.