21 Október 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á Vesturlandsvegi, rétt austan við Select, um sexleytið (eða 18.05-18.10) þriðjudaginn 18. október sl. Þar rákust saman hvítur Renault Clio fólksbíll og gráleitur Hyundai Terracan jeppi, en ökutækin voru á austurleið. Fyrrnefndi bíllinn var á miðakrein en sá síðarnefndi á akrein lengst til vinstri. Á sama tíma var bláum fólksbíl ekið á akrein lengst til hægri en ökumaður hans er talinn geta varpað ljósi á óhappið og því er viðkomandi beðinn um að gefa sig fram hjá lögreglu. Önnur vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1190 (á skrifstofutíma) eða senda upplýsingar á netfangið abending@lrh.is