21 Maí 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar í Reykjavík um  kl. 17 sunnudaginn 12. maí sl. Þar rákust saman blár Nissan Primera og hvítur Mercedes Benz, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Benzinn var á leið austur Suðurlandsbraut en Nissan-bíllinn kom úr vesturátt. Ökumaður síðarnefnda ökutækisins var á beygjuakrein og hugðist aka Grensásveg í suður þegar áreksturinn varð.

Þeir sem urðu vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

Frá vettvangi.