5 Maí 2017 09:53

Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á Heilbrigðisstofnun í vikunni eftir að bifreiðir þeirra skullu saman á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar. Atvikið varð með þeim hætti að annarri bifreiðinni var ekið inn á Reykjanesbrautina og í veg fyrir hina. Bifreiðirnar voru báða óökufærar eftir óhappið og því fjarlægðar af dráttarbifreið.

Þá var lögreglunni tilkynnt um árekstur tveggja bíla milli Garðs og Keflavíkur í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir á ökutækjunum.