17 Nóvember 2015 11:03

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum, þar á meðal tvær bílveltur. Í öðru tilvikinu valt bifreið sem ekið var eftir Grindavíkurvegi. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Farþegi sem með honum var í bifreiðinni slapp ómeiddur. Hin bílveltan varð í námunda við gatnamót Reykjanesbrautar og Þjóðbrautar. Ökumaður var fluttur á Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.

Þá var bifreið ekið aftan á haugsugu í Njarðvík. Tækið var aftan í gröfu og var tækjunum lagt þannig að þau voru rúmlega metra inni á akbrautinni. Ökumaður bifreiðarinnar var ekki í öryggisbelti og skall hann með höfuðið í framrúðuna. Bifreið hans var fjarlægð með dráttarbifreið.

V