11 Janúar 2016 10:52

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir ökumenn urðu fyrir því óhappi að aka ofan í brunn sem var opinn á Aðalgötu í Keflavík. Önnur  bifreiðin skemmdist það mikið að fjarlægja þurfti hana með dráttarbifreið. Lögregla hafði þegar samband við Reykjanesbæ vegna málsins. Þá valt vörubifreið þegar verið var að hífa frístundahús upp á pall hennar. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.

Auk óhappanna voru átta ökumenn staðnir að hraðakstri í umdæminu. Flestir þeirra voru á ferð eftir Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 125 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.