7 Nóvember 2016 09:41

Bifreið gjöreyðilagðist í fyrrakvöld eftir að henni hafði verið ekið á mannlausa og kyrrstæða bifreið í Keflavík. Ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð. Dráttarbíll fjarlægði bifreiðarnar af vettvangi.

Annar ökumaður í Njarðvík missti vald á bifreið sinni í beygju þannig að hún hafnaði á húsvegg. Þá lentu þrjár bifreiðar sem öllum var ekið í átt til Grindavíkur í árekstri. Loks missti ökumaður sem ók eftir Reykjanesbraut vald á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan í vegriði. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.