14 Nóvember 2016 14:12

Töluvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undir og um helgina. Síðdegis í gær varð árekstur í Keflavík þegar bifreið var ekið í veg fyrir aðra. Ökumennirnir sluppu ómeiddir. Áður hafði annar ökumaður ekið út af á Vogavegi og kenndi hann meiðsla í öxl. Þá dottaði ökumaður sem var á leið eftir Reykjanesbraut til Reykjavíkur undir stýri og missti bílinn utan í vegrið. Fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbifreið og rúmlega 50 metrar af handriðinu lágu niðri eftir óhappið. Loks var eitthvað um að ekið væri utan í eða á kyrrstæðar mannlausar bifreiðir.