15 Júní 2015 09:39

Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir maímánuð er fjallað um umferðaróhöpp og kemur m.a. fram að umferðaróhöppum erlendra ferðamanna og annarra útlendinga sem stoppa stutt við hér á landi fer fjölgandi, samkvæmt gögnum lögreglu. Fjöldi þessara mála var að meðaltali 18 á mánuði árið 2010, en er yfir 30 að meðaltali það sem af er þessu ári.

Afbrotatíðindin í heild sinni má sjá hér.