1 Mars 2009 12:00

Um kl. 09:30 var tilkynnt til lögreglunnar á Höfn um að alvarlegt umferðarslys hefði orðið á Breiðamerkursandi skammt austan við Jökulsárlón.  Um var að ræða fimm einstaklinga af erlendum uppruna. 

Fólksbifreið  var ekið út af veginum í hálku og fór bifreiðin eina og hálfa veltu.  Tveir aðilar voru fastir í bifreiðinni þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang.  Greiðlega gekk að ná þeim út. 

Ökumaðurinn hlaut höfuðáverka, og var fluttur með sjúkrabifreið á Kirkjubæjarklaustur og með þyrlu LGH þaðan til Reykjavíkur.  Aðrir úr bifreiðinni voru fluttir til Hafnar til frekari aðhlynningar.