19 Janúar 2006 12:00

Ung stúlka, innan við tvítugt, lést í umferðarslysi sem varð á Hnífsdalsvegi á fimmta tímanum í dag.  Hún mun hafa verið einsömul í bifreiðinni, sem rann út af veginum og hafnaði í sjónum.  Lögreglan á Ísafirði rannsakar tildrög slyssins.