19 Janúar 2006 12:00

Kl.16:19 í dag barst Neyðarlínunni tilkynning um umferðarslys á Hnífsdalsvegi.  Fólksbifreið lenti út af veginum og hafnaði í sjónum.  Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir voru sendar á vettvang.  Aðstæður björgunaraðila á vettvangi voru erfiðar.  Ökumaður, sem virðist hafa verið einn í bifreiðinni, var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði alvarlega slasaður.