30 Maí 2013 12:00

Í síðustu viku slösuðust 6 vegfarendur í fimm umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetning, aðdragandi og líklegar orsakir slysanna:

Þriðjudaginn 21. maí um klukkan 14 var ekið á gangandi vegfaranda á leið yfir Skipholt. Hinn gangandi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Tildrög slyssins eru óljós og málið í rannsókn.

Þriðjudaginn 21. maí um klukkan 18 var bifreið ekið úr innri hring hringtorgs við Fjarðarhraun/Flatahraun og í hlið kyrrstæðrar bifreiðar í ytri hring er var að víkja fyrir umferð úr þeim innri. Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er of hraður akstur miðað við aðstæður.

Miðvikudaginn 22. maí um klukkan 21 missti ökumaður stjórn á bifhjóli sínu á Vesturlandsvegi og féll á hliðina. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er of hraður akstur miðað við aðstæður.

Sunnudaginn 26. maí um klukkan 4 var bifreið ekið um Strandveg og á umferðarvita við gatnamót Strandvegar og Gufunesvegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Orsök slyssins er rakin til of hraðs aksturs miðað við aðstæður og ölvunar ökumanns. 

Sunnudaginn 26. maí um klukkan 4 var bifreið ekið til vesturs Hringbraut og á tvær kyrrstæðar bifreiðar er þar voru í bifreiðastæði. Ökumaður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Orsök slyssins er rakin til ástands ökumanns en hann er talinn hafa sofnað undir stýri.