15 Janúar 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir á að í langflestum tilvikum megi rekja umferðarslys og – óhöpp til ógætilegs aksturs ökumanna, hraðaksturs, of stutts bils milli ökutækja og svo framvegis. Það er því á valdi ökumannanna sjálfra að fækka slysum með aukinni aðgæslu og gera þannig sitt svo aðrir megi komast heilir heim.

Er það ekki einmitt verðugt markmið að fækka slysum um helming, niður í eitt slys annan hvern dag á þessu ári? Lögreglan mun, með ofangreint markmið í huga, kynna vikulega upplýsingar um fjölda slysa og bera saman við markmiðið, fara yfir mögulegar ástæður þeirra og eftir atvikum hvort og þá hvaða ráðstafanir gætu dugað til að koma í veg fyrir samskonar slys.

Tölur liggja nú fyrir frá miðvikudeginum 1. janúar til þriðjudagsins 14. janúar. Fækkun slysa á þessu tímabili, í samanburði við árið 2013, er því miður engin.  Sextán umferðarslys voru tilkynnt lögreglu á þessum fyrstu tveimur vikum ársins, en í þeim slösuðust átján manns.

Lögregla minnir því á að gætilegur hægur akstur þegar skyggni er lítið og hálka á vegum, er best til þess fallinn að fyrirbyggja óhöpp og slys. Beinir hún því sérstaklega til þeirra ökumanna sem ekki höfðu þessa einföldu varúðarreglu í huga laugardaginn 11. janúar sl.

Tímasetning, aðdragandi og líklegar orsakir slysanna voru annars eftirfarandi:

Fimmtudaginn 2. janúar um klukkan 21 var bifreið ekið eftir Suðurstrandavegi í Krísuvík þegar ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni í mikilli hálku. Hafnaði bifreiðin utan vega og staðnæmdist á litlum kletti. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er að ekki var ekið nægjanlega varlega þar sem mikil hálka var á vegi og hjólbarðar bifreiðarinnar ekki nægjanlega vel útbúnir.
 
Sunnudaginn 5. janúar um kl. 14 var bifreið ekið um Bæjarháls og á gatnamótunum við Hálsabraut var bifreiðinni ekið á steyptan kantstein sem notaður er til afmörkunar á vinnusvæði. Við höggið hlaut ökumaðurinn áverka og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Óhappið er rakið til þess að ekki hafi verið ekið nægjanlega varlega um gatnamótin.
 
Mánudaginn 6. janúar urðu tvö umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Um kl. 12:30 varð slys með þeim hætti að bifreið var ekið suður frá Reykjanesbraut eftir aðrein að Fífuhvammsvegi þegar hann ók á enda vegriðs. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en líkleg orsök slyssins er að ökumaðurinn hafi ekki verið að fylgjast nægjanlega vel með akstrinum þegar hann var að teygja sig eftir gosflösku í bílnum. Um kl. 23:30 varð síðan slys á planinu við Stöðina við Vesturlandsveg þegar óviðkomandi aðili ók á á brott á bifreið sem skilin hafði verið eftir í gangi á meðan eigandi hennar brá sér inn til að versla. Óhappið varð þegar eigandi bifreiðarinnar reyndi að hindra för bílþjófsins þegar ekið var yfir fót hans. Var eigandinn fluttur á slysadeild til skoðunar. Lögreglan minnir á að mikilvægt er að eigendur ökutækja gangi frá ökutækjum sínum með tryggilegum hætti þegar þau eru yfirgefin.
 
Þriðjudaginn 7. janúar um kl.14:30 varð slys á gatnamótum Suðurhellu og Hraunhellu í Hafnarfirði. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið norður Suðurhellu í veg fyrir bifreið sem ekið var vestur Hraunhellu. Ökumenn bifreiðanna voru báðir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg örsök slyssins er að annar ökumaðurinn virti ekki biðskyldu á gatnamótunum.
 
Föstudaginn 10. janúar urðu þrjú umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Um kl. 13 varð slys á Höfðabakka við brúna yfir Elliðaá þegar bifreið var ekið eftir Höfðabakka og yfir á rangan vegarhelming og lenti á bifreið sem kom á móti. Ökumaður úr öðrum bílnum var fluttur á slysadeild en hann hafði dottað við aksturinn. Um kl. 17 varð slys á Skólavörðustíg þegar bifreið var ekið suður Skólavörðustíginn og þegar hann mætti bifreið sem kom á móti ók hann á gám sem staðsettur var við hægri brún akbrautar. Var ökumaður fluttur á slysadeild til skoðunar. Líkleg örsök slyss er að ökumaðurinn hafi ekki ekið nægjanlega varlega. Um kl. 18:30 varð síðan árekstur á Breiðholtsbraut við Streng þegar bifreið var beygt til vinstri á ljósastýrðum gatnamótum, í veg fyrir bifreið sem kom á móti. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Orsök slyss er að ökumaður, sem beygði til vinstri á gatnamótunum, hafi ekki virt forgang bifreiðarinnar sem kom á móti.
 
Laugardaginn 11. janúar urðu þrjú umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu og í tveimur tilfellum var ekið aftaná ökutæki og í einu var ekið á gangandi vegfaranda. Um kl. 12 varð slys á Breiðholtsbraut við Vatnsendahvarf þegar ekið var aftaná bifreið sem var að stöðva á rauðu umferðarljósi. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á umferðarljósavita. Ökumaður aftari bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar. Líkleg orsök er sú að ökumaður á aftari bifreiðinni gætti ekki að því að nægjanlegt bil hafi verið á milli bifreiðanna. Um kl. 13 varð slys á Reykjanesbraut við Bústaðaveg þar sem varð þriggja bíla árekstur. Ökumaður sem blindaðist af sól ók aftaná bifreið sem kastaðist á aðra bifreið fyrir framan. Voru ökumenn úr tveimur bifreiðum fluttir á slysadeild til skoðunar. Líkleg orsök slyss er að ekki hafi verið ekið nægjanlega varlega þegar sól var lágt á lofti. Um kl. 19:30 varð síðan slys á plani við verslunarkjarna við Litlatún í Garðabæ þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem hafði lagt bifreið sinni á planinu og gekk áleiðis að verslunarkjarnanum. Hinn gangandi vegfarandi var fluttur á slysadeild til skoðunar. Orsök slyssins er að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki ekið nægjanlega varlega þarna á planinu.
 
Sunnudaginn 12. janúar um kl. 02 varð árekstur við Streng í Ártúnsholti þegar bifreið var ekið út frá eldsneytisstöð í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Streng. Þæfingsfærð og hálka var á vettvangi. Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyss er að annar ökumaðurinn hafi ekki ekið með nægjanlegri gætni inn á gatnamótin þar sem stöðvunarskylda var á akstursleið hans.
 
Mánudaginn 13. janúar urðu tvö umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Um kl. 14:30 varð slys við hesthúsahverfið í Mosfellsbæ þegar vörubifreið valt á hliðina þegar hlassi var sturtað af bifreiðinni. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar. Þá varð slys um kl. 18:30 á Vesturlandsvegi við Vallá þegar vöruflutningabifreið valt á hliðina í ofsaveðri sem þar geisaði. Var ökumaður flutningabifreiðarinnar fluttur á slysadeild til skoðunar.
 
Þriðjudaginn 14. janúar varð slys á Breiðholtsbraut vestan Selásbrautar þegar ökumaður ók utaní  vegrið og bifreiðin valt. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
 

Fimmtudaginn 2. janúar um klukkan 21 var bifreið ekið eftir Suðurstrandavegi í Krísuvík þegar ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni í mikilli hálku. Hafnaði bifreiðin utan vega og staðnæmdist á litlum kletti. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er að ekki var ekið nægjanlega varlega þar sem mikil hálka var á vegi og hjólbarðar bifreiðarinnar ekki nægjanlega vel útbúnir.

Sunnudaginn 5. janúar um kl. 14 var bifreið ekið um Bæjarháls og á gatnamótunum við Hálsabraut var bifreiðinni ekið á steyptan kantstein sem notaður er til afmörkunar á vinnusvæði. Við höggið hlaut ökumaðurinn áverka og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Óhappið er rakið til þess að ekki hafi verið ekið nægjanlega varlega um gatnamótin.

Mánudaginn 6. janúar urðu tvö umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Um kl. 12:30 varð slys með þeim hætti að bifreið var ekið suður frá Reykjanesbraut eftir aðrein að Fífuhvammsvegi þegar hann ók á enda vegriðs. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en líkleg orsök slyssins er að ökumaðurinn hafi ekki verið að fylgjast nægjanlega vel með akstrinum þegar hann var að teygja sig eftir gosflösku í bílnum. Um kl. 23:30 varð síðan slys á planinu við Stöðina við Vesturlandsveg þegar óviðkomandi aðili ók á á brott á bifreið sem skilin hafði verið eftir í gangi á meðan eigandi hennar brá sér inn til að versla. Óhappið varð þegar eigandi bifreiðarinnar reyndi að hindra för bílþjófsins þegar ekið var yfir fót hans. Var eigandinn fluttur á slysadeild til skoðunar. Lögreglan minnir á að mikilvægt er að eigendur ökutækja gangi frá ökutækjum sínum með tryggilegum hætti þegar þau eru yfirgefin.

Þriðjudaginn 7. janúar um kl.14:30 varð slys á gatnamótum Suðurhellu og Hraunhellu í Hafnarfirði. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið norður Suðurhellu í veg fyrir bifreið sem ekið var vestur Hraunhellu. Ökumenn bifreiðanna voru báðir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg örsök slyssins er að annar ökumaðurinn virti ekki biðskyldu á gatnamótunum.

Föstudaginn 10. janúar urðu þrjú umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Um kl. 13 varð slys á Höfðabakka við brúna yfir Elliðaá þegar bifreið var ekið eftir Höfðabakka og yfir á rangan vegarhelming og lenti á bifreið sem kom á móti. Ökumaður úr öðrum bílnum var fluttur á slysadeild en hann hafði dottað við aksturinn. Um kl. 17 varð slys á Skólavörðustíg þegar bifreið var ekið suður Skólavörðustíginn og þegar hann mætti bifreið sem kom á móti ók hann á gám sem staðsettur var við hægri brún akbrautar. Var ökumaður fluttur á slysadeild til skoðunar. Líkleg örsök slyss er að ökumaðurinn hafi ekki ekið nægjanlega varlega. Um kl. 18:30 varð síðan árekstur á Breiðholtsbraut við Streng þegar bifreið var beygt til vinstri á ljósastýrðum gatnamótum, í veg fyrir bifreið sem kom á móti. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Orsök slyss er að ökumaður, sem beygði til vinstri á gatnamótunum, hafi ekki virt forgang bifreiðarinnar sem kom á móti.

Laugardaginn 11. janúar urðu þrjú umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu og í tveimur tilfellum var ekið aftaná ökutæki og í einu var ekið á gangandi vegfaranda. Um kl. 12 varð slys á Breiðholtsbraut við Vatnsendahvarf þegar ekið var aftaná bifreið sem var að stöðva á rauðu umferðarljósi. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á umferðarljósavita. Ökumaður aftari bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar. Líkleg orsök er sú að ökumaður á aftari bifreiðinni gætti ekki að því að nægjanlegt bil hafi verið á milli bifreiðanna. Um kl. 13 varð slys á Reykjanesbraut við Bústaðaveg þar sem varð þriggja bíla árekstur. Ökumaður sem blindaðist af sól ók aftaná bifreið sem kastaðist á aðra bifreið fyrir framan. Voru ökumenn úr tveimur bifreiðum fluttir á slysadeild til skoðunar. Líkleg orsök slyss er að ekki hafi verið ekið nægjanlega varlega þegar sól var lágt á lofti. Um kl. 19:30 varð síðan slys á plani við verslunarkjarna við Litlatún í Garðabæ þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem hafði lagt bifreið sinni á planinu og gekk áleiðis að verslunarkjarnanum. Hinn gangandi vegfarandi var fluttur á slysadeild til skoðunar. Orsök slyssins er að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekki ekið nægjanlega varlega þarna á planinu.

Sunnudaginn 12. janúar um kl. 02 varð árekstur við Streng í Ártúnsholti þegar bifreið var ekið út frá eldsneytisstöð í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Streng. Þæfingsfærð og hálka var á vettvangi. Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyss er að annar ökumaðurinn hafi ekki ekið með nægjanlegri gætni inn á gatnamótin þar sem stöðvunarskylda var á akstursleið hans.

Mánudaginn 13. janúar urðu tvö umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu. Um kl. 14:30 varð slys við hesthúsahverfið í Mosfellsbæ þegar vörubifreið valt á hliðina þegar hlassi var sturtað af bifreiðinni. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar. Þá varð slys um kl. 18:30 á Vesturlandsvegi við Vallá þegar vöruflutningabifreið valt á hliðina í ofsaveðri sem þar geisaði. Var ökumaður flutningabifreiðarinnar fluttur á slysadeild til skoðunar.

Þriðjudaginn 14. janúar varð slys á Breiðholtsbraut vestan Selásbrautar þegar ökumaður ók utaní  vegrið og bifreiðin valt. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.