30 Apríl 2014 12:00
Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í jafnmörgum slysum á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að í þremur slysanna urðu slys á reiðhjólamönnum. Eitt bifhjólaslys varð og eitt slys þar sem tvær bifreiðar skullu saman.
Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 23. – 29. apríl.
Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 23. – 29. apríl.
Laugardaginn 26. apríl um kl. 17 varð umferðarslys á Nýbýlavegi í Kópavogi þegar ökumaður létt bifhjóls ók úr hringtorgi til austurs eftir Nýbýlavegi. Í beygjunni ók ökumaðurinn utan í gangstéttarkant og féll í götuna. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. Talið er að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.
Sunnudaginn 27. apríl um kl. 14 varð umferðarslys í hringtorgi á Sævarhöfða við Bíldshöfða. Bifreið var ekið að hringtorginu og beið færis til að aka inn í hringtorgið. Ökumaður bifreiðarinnar veitti ekki athygli reiðhjólamanni sem hjólaði eftir hringtorginu og ók í veg fyrir reiðhjólamanninn. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Ökumaður bifreiðarinnar virti ekki forgang þess sem ók um hringtorgið.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 28. apríl. Um kl. 12.30 varð umferðarslys á Miklubraut við Skeiðarvog þegar bifreið var ekið austur Miklubraut og skipt um akrein. Við það var bifreið nauðhemlað með þeim afleiðingum að önnur bifreið lenti aftaná. Ökumaður hlaut hálshnykk og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Þarna hafði ökumaður ekki gætt að sér þegar skipt var um akrein. Um kl. 17.30 varð síðan umferðarslys við undirgöng undir Dalveg þegar tveir reiðhjólamenn skullu saman. Annar var með hjálm á höfði og slasaðist ekki en hinn var hjálmlaus og hlaut höfuðáverka og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 28. apríl. Um kl. 12.30 varð umferðarslys á Miklubraut við Skeiðarvog þegar bifreið var ekið austur Miklubraut og skipt um akrein. Við það var bifreið nauðhemlað með þeim afleiðingum að önnur bifreið lenti aftaná. Ökumaður hlaut hálshnykk og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Þarna hafði ökumaður ekki gætt að sér þegar skipt var um akrein. Um kl. 17.30 varð síðan umferðarslys við undirgöng undir Dalveg þegar tveir reiðhjólamenn skullu saman. Annar var með hjálm á höfði og slasaðist ekki en hinn var hjálmlaus og hlaut höfuðáverka og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þriðjudaginn 29. apríl um kl. 07 varð umferðarslys á Sæbraut við Súðarvog. Þar var ekið á reiðhjólamann sem var á leið yfir á gangbrautar/reiðhjólaljósum. Reiðhjólamaðurinn hlaut áverka og var fluttur á slysadeild til skoðunar.
Þriðjudaginn 29. apríl um kl. 07 varð umferðarslys á Sæbraut við Súðarvog. Þar var ekið á reiðhjólamann sem var á leið yfir á gangbrautar/reiðhjólaljósum. Reiðhjólamaðurinn hlaut áverka og var fluttur á slysadeild til skoðunar.
Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.
Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.