7 Maí 2014 12:00

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í tíu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Flest voru reiðhjólaslys, eða alls fimm talsins. Eitt bifhjólaslys, eitt fjórhjólaslys, einn útafakstur og ein aftanákeyrsla. Eitt slys varð þegar bifreið var ekið á sjö bifreiðar.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 30. apríl – 6. maí.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 30. apríl – 6. maí.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 1. maí.  Um kl. 13 varð umferðarslys á Sæbraut í hópakstri bifhjólamanna. Ökumaður bifhjóls hemlaði með framhemli um leið og hann beygði hjólinu með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Um kl. 16.30 varð síðan umferðarslys á Bústaðavegi þegar bifreið var ekið aftaná aðra með þeim afleiðingum að ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild með hálshnykk. Þarna gætti ökumaður ekki að því að hafa nægjanlegt bil á milli ökutækjanna.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 1. maí.  Um kl. 13 varð

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 2. maí. Um kl. 09 varð slys á gömlu Hringbraut við Landspítalann þegar reiðhjólamaður hjólaði utaní gangstéttarbrún og féll í götuna. Hann bar hjálm á höfði en slasaðist á öxl. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Um kl. 10.30 varð síðan annað reiðhjólaslys á Sundlaugavegi þegar tveir aðilar, á sama reiðhjólinu, féllu í götuna með þeim afleiðingum að þeir hlutu báðir áverka á höfði og á höndum. Þeir báru ekki hlífðarhjálma. Lögreglan minnir á að farþegaflutningur á reiðhjólum er stranglega bannaður.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 2. maí. Um kl. 09 varð 

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 4. maí.  Um kl. 01.30 varð umferðarslys á Höfðabakkabrú, við Vesturlandsveg, þegar bifreið var ekið suður Höfðabakka og hugðist ökumaðurinn beygja vestur Vesturlandsveg. Í beygjunni missti ökumaður vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór framaf brúnni og hafnaði á graseyju á Vesturlandsvegi. Alls voru þrír aðilar úr bifreiðinni fluttir á slysadeild til skoðunar. Þarna var bifreiðinni ekið alltof hratt í beygjunni og að auki var ökumaðurinn grunaður um að hafa verið ölvaður við aksturinn. Um kl. 10 varð síðan umferðarslys á Hafravatnsvegi þegar ökumaður fjórhjóls missti vald á fjórhjólinu með þeim afleiðingum að hjólið valt og ökumaðurinn varð undir hjólinu. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Hann var með hlífðarhjálm. Ökumaðurinn var að aka fjórhjóli í fyrsta sinn og var talið að kunnáttuleysi hans hafi átt þátt í því hvernig fór.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 5. maí. Um kl. 07 varð umferðarslys á Grafarholtsvegi þegar ökumaður reiðhjóls hjólaði í ójöfnu á göngustíg með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Hann bar hjálm á höfði en var fluttur á slysadeild til skoðunar. Um kl. 08 varð annað reiðhjólaslys þegar piltur á reiðhjóli hjólaði eftir Suðurhvammi í Hafnarfirði og inná Hvammabraut í veg fyrir bifreið sem ekið var um Hvammabrautina. Pilturinn bar hjálm á höfði en var fluttur á slysadeild til skoðunar. Um kl. 10.30 varð síðan umferðarslys á Vagnhöfða í Reykjavík þegar bifreið var ekið um götuna á mikilli ferð og missti ökumaðurinn vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á sjö kyrrstæðum og mannlausum bifreiðum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Þriðjudaginn 6. maí um kl. 16.30 varð umferðarslys á Suðurlandsbraut þegar reiðhjólamaður hjólaði yfir á gangbrautarljósum og varð fyrir bifreið sem ekið var eftir Suðurlandsbraut. Vitni staðfesta að grænt ljós hafi logað fyrir umferð gangandi/hjólandi vegfarenda yfir Suðurlandsbraut. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Þriðjudaginn 6. maí um kl. 16.30 

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.