25 Júní 2014 12:00

Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti þeirra, eða sex manns, leitaði á slysadeild eftir aftanákeyrslu í Ártúnbrekku aðfaranótt laugardags. Sá sem olli slysinu er grunaður um hraðakstur.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 18. – 24. júní.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 18. – 24. júní.

Miðvikudaginn 18. júní um kl. 22 varð umferðarslys í Gnoðarvogi í Reykjavík þegar ekið var á reiðhjólamann. Hann leitaði sjálfur á slysadeild og tilkynnti lögreglu um málið síðar. Ökumaður bifreiðinnar ók á brott eftir óhappið og hugði ekki að hinum slasaða.
 
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 21. júní. Um kl. 0.30 varð umferðarslys í Ártúnsbrekku í Reykjavík þegar bifreið var ekið aftaná aðra á leið austur. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi ekið of hratt. Vitni skýrðu frá hugsanlegum spyrnuakstri við aðra bifreið. Við áreksturinn hafnaði önnur bifreiðin út fyrir veg og valt. Alls leituðu sex vegfarendur á slysadeild í kjölfar slyssins. Um kl. 19 varð umferðarslys í Hvalfirði þegar ökumaður bifhjóls missti vald á hjólinu í aflíðandi vinstri beygju. Hann féll í götuna og hlaut fótbrot og var fluttur á slysadeild. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður sem þarna voru.
 
Sunnudaginn 22. júní um kl. 20 varð umferðarslys á Strandgötu við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Bifreið var ekið af Reykjanesbraut inn á Strandgötu í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Strandgötunni. Ökumaðurinn virti ekki stöðvunarskyldu sem er á gatnamótunum. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
 
Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 23. júní. Um kl. 8 varð umferðarslys á Nýbýlavegi við Birkigrund í Kópavogi þegar bifhjólamaður  féll í götuna og slasaðist. Hann bar við að hemlar á framhjóli hafi bilað með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. Um kl. 17.30 varð umferðarslys á Stuðlahálsi við Krókháls í Reykjavík þegar bifreið var ekið af Stuðlahálsi í veg fyrir bifreið sem var ekið austur Krókháls. Þarna virti ökumaður ekki biðskyldu á gatnamótunum. Hann var fluttir á slysadeild til skoðunar.

Miðvikudaginn 18. júní um kl. 22 varð umferðarslys í Gnoðarvogi í Reykjavík þegar ekið var á reiðhjólamann. Hann leitaði sjálfur á slysadeild og tilkynnti lögreglu um málið síðar. Ökumaður bifreiðinnar ók á brott eftir óhappið og hugði ekki að hinum slasaða.

Miðvikudaginn 18. júní um kl. 22 

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 21. júní. Um kl. 0.30 varð umferðarslys í Ártúnsbrekku í Reykjavík þegar bifreið var ekið aftaná aðra á leið austur. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi ekið of hratt. Vitni skýrðu frá hugsanlegum spyrnuakstri við aðra bifreið. Við áreksturinn hafnaði önnur bifreiðin út fyrir veg og valt. Alls leituðu sex vegfarendur á slysadeild í kjölfar slyssins. Um kl. 19 varð umferðarslys í Hvalfirði þegar ökumaður bifhjóls missti vald á hjólinu í aflíðandi vinstri beygju. Hann féll í götuna og hlaut fótbrot og var fluttur á slysadeild. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður sem þarna voru.

Sunnudaginn 22. júní um kl. 20 varð umferðarslys á Strandgötu við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Bifreið var ekið af Reykjanesbraut inn á Strandgötu í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Strandgötunni. Ökumaðurinn virti ekki stöðvunarskyldu sem er á gatnamótunum. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 23. júní. Um kl. 8 varð umferðarslys á Nýbýlavegi við Birkigrund í Kópavogi þegar bifhjólamaður  féll í götuna og slasaðist. Hann bar við að hemlar á framhjóli hafi bilað með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. Um kl. 17.30 varð umferðarslys á Stuðlahálsi við Krókháls í Reykjavík þegar bifreið var ekið af Stuðlahálsi í veg fyrir bifreið sem var ekið austur Krókháls. Þarna virti ökumaður ekki biðskyldu á gatnamótunum. Hann var fluttir á slysadeild til skoðunar.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.