25 Júní 2014 12:00

Í þar síðustu viku slösuðust tíu vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir hinna slösuðu voru reiðhjólamenn og einn var á bifhjóli.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. júní.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. júní.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 11. júní. Um kl. 8 varð umferðarslys í 

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 11. júní. Um kl. 8 

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 11. júní. Um kl. 8 

Jaðarseli við Jafnasel í Reykjavík þegar þrír bílar skullu saman. Bifreið var ekið aftaná aðra með þeim afleiðingum að hún skall aftaná þeirri þriðju. Einn vegfarandi var fluttur á slysadeild til skoðunar. Við afgreiðslu málsins kom í ljós að ökumaður hafði verið að skoða í farsíma sinn og gætti ekki að umferð fyrir framan. Um kl. 16 varð umferðarslys á Fjarðarhrauni við Hjallahraun í Hafnarfirði þegar reiðhjólamaður fór yfir Fjarðarhraun á merktri gangbraut. Bifreið sem var ekið eftir Fjarðarhrauni skall á reiðhjólamanninum með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar. Þarna virti ökumaður bifreiðarinnar ekki forgang vegfaranda á merktri gangbraut. Og um kl. 20.30 varð síðan umferðarslys á Sæbraut þegar reiðhjólamaður hjólaði á annan reiðhjólamann. Sá er olli slysinu hjólaði af vettvangi án þess að gæta að hinum slasaða. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til skoðunar

Fimmtudaginn 12. júní um kl. 12 varð umferðarslys á Sundlaugavegi við Laugardalslaug í Reykjavík þegar bifreið var ekið útaf bifreiðastæðinu og í veg fyrir reiðhjólamann sem hjólaði eftir gangstéttinni. Reiðhjólamaðurinn féll í götuna og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Hann bar hjálm á höfði. Þarna virti ökumaður bifreiðarinnar ekki forgang þegar hann ók útaf planinu.

Fimmtudaginn 12. júní um kl. 12 

Föstudaginn 13. júní um kl. 14.30 varð umferðarslys á Hólmaslóð í Reykjavík þegar reiðhjólamaður féll í götuna og slasaðist. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Föstudaginn 13. júní um kl. 14.30 

Sunnudaginn 15. júní um kl. 23 varð umferðarslys á Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Hann gaf þá skýringu að bifreið hafi verið sveigt yfir á hans vegarhelming og hann reyndi að afstýra árekstri með fyrrgreindum afleiðingum.

Mánudaginn 16. júní um kl. 23 varð umferðarslys á Strandvegi við Hallsveg í Reykjavík þegar bifhjólamaður féll í götuna. Vitni sögðu að hjólinu hafi verið ekið á mikilli ferð. Ökumaður hjólsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Þriðjudaginn 17. júní um kl. 18 varð umferðarslys á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar í Reykjavík. Bifreið var beygt til vinstri á gatnamótunum í veg fyrir aðra sem kom úr gagnstæðri átt. Gatnamótin eru stýrð með umferðarljósum en ekki eru sérstök beygjuljós. Þrír vegfarendur voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Þarna virti ökumaður, sem beygði til vinstri á gatnamótunum, ekki forgang þess sem kom á móti.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.