11 Júní 2014 12:00
Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta voru tveir reiðhjólamenn, bifhjólamaður og þrír ökumenn. Einn þeirra síðastnefndu slasaðist þegar bifreið hans valt en talið er að yfirhlaðinn eftirvagn hafi ollið slysinu.
Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 4. – 10. júní.
Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 4. – 10. júní.
Miðvikudaginn 4. júní um kl. 11 varð umferðarslys á Nesvegi á bæjarmörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness þegar ökumaður ók bifreið sinni á grjóthleðslu sem skilur bæjarmörkin. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafa fengið aðsvif með fyrrgreindum afleiðingum.
Miðvikudaginn 4. júní um kl. 11
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 6. júní. Um kl. 12 varð umferðarslys í Engihjalla í Kópavogi þegar bifreið var ekið út af plani og inn á Engihjalla. Reiðhjólamaður hjólaði eftir gangstétt og hafnaði á bifreiðinni þegar bifreiðin þveraði gangstéttina. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Hann bar reiðhjólahjálm á höfði. Vitni skýrðu frá því að reiðhjólamaðurinn hafi hjólað mjög greitt eftir gangstéttinni. Um kl. 14.30 varð umferðarslys á Breiðholtsbraut við Suðurfell þegar bifreið með tengivagn valt. Kom í ljós að tengivagninn hafði verið yfirhlaðinn timbri og tók að rása aftaní bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á hliðina. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Lögreglan minnir á mikilvægi þess að eftirvagnar séu rétt hlaðnir áður en ekið er af stað. Og um kl. 17 varð umferðarslys á Vesturlandsvegi þegar þrjár bifreiðar skullu saman. Bifreið var ekið af aðrein inn á Vesturlandsveg og hafnaði á bifreið sem ekið var á miðakrein. Aðvífandi bifreið var síðan ekið aftaná aðra. Einn ökumannanna leitaði á slysadeild. Þarna gætti ökumaður ekki að annarri umferð er hann ók inná Vesturlandsveginn af aðrein.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 6. júní. Um kl. 12
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 6. júní. Um kl. 12
Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 8. júní. Um kl. 18 féll ökumaður bifhjóls í götuna er hann ók um Þingvallaveg í miklum hliðarvindi. Bifhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Um kl. 21 varð umferðarslys í Steinási í Garðabæ þegar drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið sem ekið var eftir Seljuási, að gatnamótunum við Steinás. Drengurinn féll í götuna og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Hann bar hjálm á höfði.
Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.
Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.
Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.