22 September 2014 12:00

Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 14. – 20. september.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 14. – 20. september.

Mánudaginn 15. september kl. 7.55 varð umferðarslys á Grandagarði við Sjóminjasafnið Vík. Bifreið var beygt yfir á rangan vegarhelming undan bifreið, sem var stöðvuð og ætlað að bakka í stæði, og lenti þá framan á annarri er ekið var á móti. Einn var fluttur á slysadeild.
 

Mánudaginn 15. september kl. 7.55 varð umferðarslys á Grandagarði við Sjóminjasafnið Vík. Bifreið var beygt yfir á rangan vegarhelming undan bifreið, sem var stöðvuð og ætlað að bakka í stæði, og lenti þá framan á annarri er ekið var á móti. Einn var fluttur á slysadeild.

Mánudaginn 15. september kl. 7.55 

Miðvikudaginn 17. september kl. 15.34 ók kona rafmagnsvespu aftan á karl á hjólastíg við Engjateig  með þeim afleiðingum að hún kastaðist af vespunni og slasaðist. Ökumaðurinn ætlaði sjálfur að leita læknis. Hún sagði karlinn hafa skyndilega gengið í veg fyrir hana. Hann sagðist hafa verið á gangi þegar hann hafi heyrt í einhverju fyrir aftan sig, fært sig þá til hægri, en í því hafi vespunni verið ekið utan í hann. Karl féll við og slasaðist lítillega. Hann vildi ekki fá læknisaðstoð, sagði þetta vera smáskrámur. Hjólið var mikið skemmt.

Miðvikudaginn 17. september kl. 15.34 ók kona rafmagnsvespu aftan á karl á hjólastíg við Engjateig  með þeim afleiðingum að hún kastaðist af vespunni og slasaðist. Ökumaðurinn ætlaði sjálfur að leita læknis. Hún sagði karlinn hafa skyndilega gengið í veg fyrir hana. Hann sagðist hafa verið á gangi þegar hann hafi heyrt í einhverju fyrir aftan sig, fært sig þá til hægri, en í því hafi vespunni verið ekið utan í hann. Karl féll við og slasaðist lítillega. Hann vildi ekki fá læknisaðstoð, sagði þetta vera smáskrámur. Hjólið var mikið skemmt.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 19. september. Kl. 12.24 var bifreið ekið aftan á aðra á Miklubraut við Háaleitsbraut. Bifreiðinni A var ekið austur Miklubraut að Háaleitisbraut þegar ökumanni sortnaði fyrir augu með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti aftan á B. Bifreiðin B var kyrrstæð við gatnamótin þegar óhappið varð. Við höggið kastaðist B aftan á C, sem einnig var kyrrstæð. Tveir, ökumaður og farþegi, voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. Annar ökumaður kvartaði jafnframt undan verkjum í hálsi og baki. Kl. 14.06 varð harður árekstur sjúkrabifreiðar og annarrar bifreiðar á gatnamótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um aðdraganda og meiðsli. Og kl. 15.14 varð svo árekstur á gatnamótum Flatahrauns og Reykjavíkurvegar. Bifreiðinni A var ekið suður Reykjavíkurveg á móti grænu umferðarljósi og beygt til vinstri, áleiðis inn á Flatahraun. Ökumaður sá ekki B áður en óhappið varð á gatnamótunum. Bifreiðinni B var ekið Reykjavíkurveg til norðurs á móti grænu umferðarljósi við Flatahraun þegar A var skyndilega ekið í veg fyrir hana. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 19. september. Kl. 12.24 var bifreið ekið aftan á aðra á Miklubraut við Háaleitsbraut. Bifreiðinni A var ekið austur Miklubraut að Háaleitisbraut þegar ökumanni sortnaði fyrir augu með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti aftan á B. Bifreiðin B var kyrrstæð við gatnamótin þegar óhappið varð. Við höggið kastaðist B aftan á C, sem einnig var kyrrstæð. Tveir, ökumaður og farþegi, voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. Annar ökumaður kvartaði jafnframt undan verkjum í hálsi og baki. Kl. 14.06 varð harður árekstur 

Framangreind óhöpp minna á að ökumenn þurfa að taka mið af aðstæðum, sýna aðgæslu og fara sérstaklega varlega við krefjandi skilyrði. Sama skylda hvílir á öðrum vegfarendum. Þá er aldrei of brýnt fyrir ökumönnum að huga að hæfilegu bili milli ökutækja og huga vel að umferð á móti þegar beygt er til vinstri á gatnamótum.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.