7 Október 2014 12:00

Í síðustu viku slösuðust átta vegfarendur í sjö umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 28. september til 4. október.

Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 28. september til 4. október.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 28. september. Kl. 11.31 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Bifreiðunum var annars vegar ekið norður Kringlumýrarbraut og hins vegar suður götuna í vinstri beygju á gatnamótunum. Annar ökumannanna fékk höfuðmeiðsli og var fluttur á slysadeild. Kl. 8.33 var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem reiðhjólamaður hafði fallið af hjólinu og slasast eftir fall í undirgöngum við Salaveg og Ársali. Yfirborð gangstéttarinnar er malbikað þar sem slysið átti sér stað. Ísing var á yfirborði malbiksins. Sjúkraflutningamenn fluttu hjólreiðarmanninn til frekari skoðunar á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 29. september. Kl. 19.17 var tilkynnt um umferðarslys á Kvisthaga við Hjarðarhaga. Stúlka á reiðhjóli hafði hjólað eftir gangstétt norður Hjarðarhaga, áleiðis yfir gatnamótin, þegar bifreið var ekið austur Kvisthaga. Stúlkan var flutt á slysadeild. Kl. 23.56 var ekið yfir rist á manni eftir rifrildi pars í austurborginni. Hann var fluttur á slysadeild.Föstudaginn 3. október kl. 19.11 varð harður árekstur með bifreiðum, sem annars vegar var ekið norður Höfðabakka og hins vegar suður Höfðabakka og beygt áleiðis austur Stórhöfða. Umferðarljós eru við gatnamótin. Annar ökumannanna meiddist á hendi, en ætlaði sjálfur að leita aðstoðar á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 4. október. Kl. 17.04 meiddist farþegi í strætisvagni í Lækjargötu í Reykjavík þegar stöðva þurfti vagninn skyndilega vegna kyrrstæðrar bifreiðar framundan. Farþeginn var fluttur af sjúkraflutningsmönnum á slysadeild. Kl. 20.51 varð harður árekstur bifreiðar, sem ekið var vestur Reykjanesbraut, og bifreiðar, sem var ekið austur sömu götu – á röngum vegarhelmingi.   Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar hafði verið upptekinn við að senda smáskilaboð úr farsímanum þegar áreksturinn varð á móts við Ásvelli. Báðir ökumennirnir voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild.

Mikilvægt er að hjólreiðafólk fari varlega og sína góða aðgæslu á ferðum sínum, ekki síst nú í skammdeginu með lækkandi hitastigi. Ökumenn þurfa jafnan að gæta vel að sér í vinstri beygju á ljósstýrðum gatnamótum, strætisvagnsstjórar aki ekki af stað frá biðstöð fyrr en farþegar eru sestir og það á varla að þurfa að segja fullorðnu fólki að tala ekki í farsíma, hvað þá að vera að móttaka eða senda smáskilaboð, í akstri.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

 Frá vettvangi á Reykjanesbraut.

 Frá vettvangi á Reykjanesbraut.

 Frá vettvangi á Reykjanesbraut.