4 Nóvember 2014 12:00

Í síðustu viku slösuðust átta vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsök slysanna sem urðu vikuna 26. október til 1. nóvember.

Mánudaginn 27. október kl. 13.57 féll kona af reiðhjóli í Skeifunni. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.
 
Miðvikudaginn 29. október kl. 23.46 varð harður árekstur með bifreið, sem ekið var vestur Miklubraut, og bifreið, sem var ekið þá götu til austurs og beygt til vinstri á gatnamótum Háaleitisbrautar. Umferðarljós er við gatnamótin. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild vegna minniháttar meiðsla.
 
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 30. október. Kl. 14.01 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Við áreksturinn rakst önnur bifreiðin á þá þriðju. Ökumaður meiddist á fæti og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Kl. 14.36 varð þriggja bifreiða aftanákeyrslu á Bústaðavegi gegnt Veðurstofu Íslands. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.45 varð umferðarslys í Bæjarhrauni. Bifreið var ekið norður götuna þegar bifreið, sem var ekið hana til suðurs var beygt til vinstri, í veg fyrir fyrrnefndu bifreiðina. Ökumaður kvartaði yfir eymslum í öxl og var því færður á slysadeild til skoðunar.
 
Föstudaginn 31. október kl. 15.41 varð aftanákeyrsla á gatnamótum Dalvegs og Nýbýlavegs. Farþegi og ökumaður í fremri bifreiðinni meiddust á hálsi og voru því fluttir á slysadeild.
 
Ástæða er til að minna ökumenn að aka varlega og hafa jafnan gott bil á milli ökutækja svo stöðva megi á a.m.k. þriðjungi þeirrar vegalengdar sem er auð framundan. Þá þurfa ökumenn, sem þvera akbraut, jafnan að sýna sérstaka aðgát og huga vel að umferð framundan. Sama aðgæsluheilræðið á erindi til reiðhjóla – og bifhjólafólks.
 Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.
 

Mánudaginn 27. október kl. 13.57 féll kona af reiðhjóli í Skeifunni. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.

Miðvikudaginn 29. október kl. 23.46 varð harður árekstur með bifreið, sem ekið var vestur Miklubraut, og bifreið, sem var ekið þá götu til austurs og beygt til vinstri á gatnamótum Háaleitisbrautar. Umferðarljós er við gatnamótin. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild vegna minniháttar meiðsla.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 30. október. Kl. 14.01 varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Við áreksturinn rakst önnur bifreiðin á þá þriðju. Ökumaður meiddist á fæti og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Kl. 14.36 varð þriggja bifreiða aftanákeyrslu á Bústaðavegi gegnt Veðurstofu Íslands. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.45 varð umferðarslys í Bæjarhrauni. Bifreið var ekið norður götuna þegar bifreið, sem var ekið hana til suðurs var beygt til vinstri, í veg fyrir fyrrnefndu bifreiðina. Ökumaður kvartaði yfir eymslum í öxl og var því færður á slysadeild til skoðunar.

Föstudaginn 31. október kl. 15.41 varð aftanákeyrsla á gatnamótum Dalvegs og Nýbýlavegs. Farþegi og ökumaður í fremri bifreiðinni meiddust á hálsi og voru því fluttir á slysadeild.

Ástæða er til að minna ökumenn að aka varlega og hafa jafnan gott bil á milli ökutækja svo stöðva megi á a.m.k. þriðjungi þeirrar vegalengdar sem er auð framundan. Þá þurfa ökumenn, sem þvera akbraut, jafnan að sýna sérstaka aðgát og huga vel að umferð framundan. Sama aðgæsluheilræðið á erindi til reiðhjóla – og bifhjólafólks.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.

Lögreglan bendir vegfarendum vinsamlegast á að öll berum við ábyrgð í umferð, bæði á okkur sjálfum og öðrum og því mikilvægt að sýna aðgæslu og tillitssemi í hvívetna, alltaf.