Frá vettvangi á Suðurlandsvegi.
6 Janúar 2015 14:37

Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 28. desember til 3. janúar.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 29. desember. Kl. 18.29 varð umferðarslys á gatnamótum Vesturhóla, Höfðabakka og Blikahóla. Bifreið hafði verið ekið Vesturhóla í norður með fyrirhugaða akstursstefnu inn á Höfðabakka til vesturs, í veg fyrir bifreið, sem kom úr gagnstæðri átt, þ.e. Vesturhóla úr norðri. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar kenndi til eymsla og var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.10  var bifreið ekið suður Suðurlandsveg skammt sunnan Vesturlandsvegar, beygt svolítið til hægri og síðan áleiðis í U-beygju á veginum, í veg fyrir aðra bifreið, sem var ekið á eftir henni. Ökumaður og þrír farþegar í síðarnefndu bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Þriðjudaginn 30. desember kl. 17.18 var ekið á konu með barnavagn á Bústaðavegi við Landspítalann í Fossvogi. Bifreið hafði verið ekið norður Háaleitisbraut og beygt áleiðis austur Bústaðaveg þegar óhappið varð. Konan og barnið voru flutt á slysadeild með minniháttar meiðsli.

Allir vegfarendur; gangandi, hjólandi og akandi, þurfa ávallt að vera vakandi og fara varlega. Sérstaka aðgát þarf að hafa þegar veður er vont og skyggni takmarkað – sem og í hálkutíð. Það liggur engum svo mikið á að hann geti ekki ekið hægt þegar það á við. Ávallt skal sýna sérstaka aðgát þegar ekið er um gatnamót. Ökumenn – sýnið örlæti og gefið stefnuljós.

Frá vettvangi á Suðurlandsvegi.

Frá vettvangi á Suðurlandsvegi.