28 Mars 2003 12:00

Kl. 06:29 var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut á Strandarheiði skammt austan Vogaafleggjara. Þarna voru 3 menn alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur þriggja bifreiða. Fólksbifreið á leið til Reykjavíkur lenti á vinstra framhorni lítillar fólksflutningabifreiðar og síðan á fólksbifreið sem kom á eftir fólksflutningabifreiðinni.

Ökumaður var einn í annarri fólksbifreiðinni en þrír í hinni. Fólkið í fólksflutningabifeiðinni mun hafa sloppið með minni háttar meiðsli, en ökumenn fólksbifreiðanna voru mjög alvarlega slasaðir. Ekki er vitað á þessari stundu með líðan farþeganna í annarri fólksbifreiðinni.

p.s. Þar sem lögreglumenn eru ennþá við störf á staðnum er ekki hægt að segja meira um málið á þessari stundu, en þegar frekari staðfesting fæst á málsatvikum mun berða gerð grein fyrir því á vefnum