13 Júní 2015 15:22

Vegurinn rétt vestan við Hellnar er lokaður vegna umferðarslyss.  Bifreið valt á veginum og tveir voru fluttir suður með þyrlu Landhelgisgæslunnar.  Annar þeirra er með höfuðárverka en hinn virtist minna slasaður.  Vegurinn verður lokaður næstu stundirnar á meðan rannsókn stendur.