18 Apríl 2012 12:00

Lögreglunni á Selfossi barst kl. 18:55 í kvöld tilkynning um að rútubifreið með 68 skólabörnum af höfuðborgarsvæðinu hefði farið út af Nesjavallavegi í Grafningi.   Þegar voru sendar tiltækar sjúkrabifreiðar á vettvang ásamt því að hópslysaviðbúnaður var virkjaður.   Fljótlega kom í ljós að meiðsl voru minniháttar og einungis einn var fluttur með sjúkrabifreið af vettvangi.   Hann kvartaði undan eymslum í baki.    Fengnar voru aðrar rútur til að flytja skólakrakkana í áður fyrirhugaðan  náttstað.  Þau bera sig vel, ætla að halda hópinn, en fulltrúar Rauða krossins munu ræða við þau þegar þangað kemur.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er á vettvangi ásamt bíltæknifræðingi vegna rannsóknar málsins.