5 Maí 2006 12:00

Kl.13:02 í dag voru lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sendir inn í Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi, n.t.t. inn að Botni.  En tilkynning hafði borist til Neyðarlínunnar um að þar hafi orðið umferðarslys.  Þarna hafði ökumaður misst stjórn á lítilli jeppabifreið í beygjunni við brúna yfir Botnsá.  Bifreiðin valt út af veginum.  Ökumaður, sem var einsamall í bifreiðinni, komst af sjálfsdáðum úr bílflakinu og upp á veginn þaðan sem vegfarandi ók með hann að næsta bæ, Heydal.  Þangað sóttu sjúkraflutningamenn manninn.  Maðurinn mun ekki hafa slasast alvarlega, enda mun hann hafa verið með öryggisbelti spennt þegar óhappið varð. 

Þarna er um að ræða vegarkafla sem er malarvegur. 

Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til frekari skoðunar.