30 September 2016 15:37

Umferðarslys varð á hringveginum um 11 km ofan Borgarness skömmu fyrir hádegið. Óhappið varð á mótum Hvítárvallavegar og hringvegarins. Þar hafði sjúkrabíll, sem var í forgangsakstri á suðurleið, lent á fólksbíl sem verið var að beygja inn á Hvítárvallaveg. Sjúklingurinn sem var í sjúkrabílnum slasaðist og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Farþegi í fólksbílnum slasaðist einnig og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík, aðrir sluppu án teljandi meiðsla. Beita þurfti klippum til að ná farþega fólksbílsins út. Nokkrar umferðartafir urðu vegna vinnu á vettvangi.