20 Janúar 2010 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók dökkgráum Mitsubishi-jeppa á tvítuga stúlku á bifreiðastæði við Korputorg í Reykjavík þriðjudaginn 8. desember sl. Þetta átti sér stað um áttaleytið um kvöldið en stúlkan fótbrotnaði illa. Talið er að ökumaðurinn sé kona um fertugt með stutt, dökkt hár. Konan er vinsamlegast beðin um að gefa sig fram. Hafi aðrir orðið vitni að óhappinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Völuteigi 8 í Mosfellsbæ í síma 444-1190 á skrifstofutíma.