5 Janúar 2009 12:00

Alvarlegt umferðarslys varð rétt austan við Selfoss í morgun.  Þar varð gangandi vegfarandi fyrir stórri sendibifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg.   Hann er talinn mikið slasaður og var fluttur áleiðis til Reykjavíkur með sjúkrabifreið til móts við þyrlu LHG.   Tildrög slyssins eru í rannsókn en Suðurlandsvegur er lokaður á meðan vettvangsvinna fer fram.   Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur verið kölluð á vettvang.  Umferð er beint niður í Flóa um Villingaholtsveg og Gaulverjabæjarveg.

Frekari upplýsingar er ekki unnt að gefa að svo stöddu