9 Maí 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Reykjavíkurvegar og Hraunbrúnar í Hafnarfirði um klukkan 16 fimmtudaginn 5. maí. Þar var grænum pallbíl, með húsi yfir palli, ekið á reiðhjólamann sem var á leið yfir götuna en umferð á þessum stað er stjórnað með umferðarljósum. Ökumaður pallbílsins ók brott af vettvangi norður Reykjavíkurveg, að talið er. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.