24 Október 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Dalvegi í Kópavogi við endurvinnslustöð Sorpu laust fyrir klukkan fjögur síðdegis, eða 15.48, miðvikudaginn 19. október sl. Þar var gámabifreið ekið á reiðhjólamann en bæði ökumaður bifreiðar og reiðhjóls voru á leið vestur Dalveg. 

Lögreglan hefur þegar rætt við vitni í tengslum við rannsókn málsins en vill með þessari tilkynningu tryggja að önnur möguleg vitni í málinu gefi sig fram. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444-1000 eða á netfangið abending@lrh.is