21 Október 2011 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gangbraut á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík um miðjan dag í gær, fimmtudaginn 20. október klukkan u.þ.b. 15.15. Þar var ekið á 9 ára stúlku, sem var á hlaupahjóli, en ökumaðurinn fór af vettvangi eftir að hafa rætt stuttlega við hana. Síðar kom í ljós við skoðun á slysadeild að stúlkan er illa marin.
Ökumaðurinn er kona en talið er að hún hafi ekið gráleitum smábíl, mögulega Toyota Yaris, en bílnum var ekið vestur Miklubraut og beygt norður Lönguhlíð þar sem slysið varð á fyrrnefndri gangbraut. Þeir sem búa yfir vitneskju um bílinn og ökumanninn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is en lögreglan hvetur jafnframt ökumanninn til að gefa sig fram.