18 Nóvember 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Kringlumýrarbraut, sunnan við bensínstöð N1 í Fossvogi, á áttunda tímanum morgun en tilkynnt var um slysið kl. 7.39. Dökkgrárri Toyotu Aygo var ekið suður Kringlumýrarbraut, á akrein lengst til hægri að talið er, þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að ökutækið fór yfir tvær akreinar og hafnaði á vegriði. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað frekar um meiðsli hans. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is