12 Apríl 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík um ellefuleytið að kvöldi páskadags, sunnudaginn 8. apríl. Þar var svarti BMW-bifreið ekið í veg fyrir bifhjól með þeim afleiðingum að ökumaður þess missti stjórn á hjólinu, ók á vegkant og kastaðist síðan af því. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Bæði ökutækin voru á norðurleið, rétt sunnan Breiðholtsbrautar, þegar slysið varð. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ökumaður BMW-bifreiðarinnar er sérstaklega hvattur til að gefa sig fram en hann ók rakleiðis af vettvangi.