19 Febrúar 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar, Grensásvegar og Eyrarlands í Reykjavík kl. 19.18 sunnudagskvöldið 17. febrúar. Þar rákust saman svartur Mercedes Benz (IS-X67) og grár Volvo 244 (X-396). Ökumönnunum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa, en annar þeirra var fluttur á slysadeild eftir óhappið. Volvoinum var ekið vestur Bústaðaveg en Benzinum norður Eyrarland og inn á áðurnefnd gatnamót þegar áreksturinn varð.
Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is