21 Maí 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð í Skipholti í Reykjavík, á móts við veitingastaðinn American Style,  rétt fyrir hálfþrjú í dag. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir hvítum Toyota Land Cruiser, en tilkynnt var um slysið kl. 14.26. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is