13 Janúar 2011 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð í Borgartúni í Reykjavík um sexleytið í gærkvöld. Ekið var á gangandi vegfaranda á fyrrnefndum stað á móts við Vínbúðina en ökumaðurinn fór strax af vettvangi án þess að skeyta um hinn slasaða. Talið er að dökkleitum bíl hafi verið ekið á eftir þeim sem olli slysinu og að ökumaður hans kunni að hafa orðið vitni að slysinu.
Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.