7 Mars 2011 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Arnarhrauns og Smyrlahrauns í Hafnarfirði sl. föstudagsmorgun, 4. mars, rétt fyrir kl. ellefu, eða 10.48. Þar var ekið á gangandi vegfaranda en ökumaðurinn fór strax af vettvangi án þess að skeyta um hinn slasaða. Talið er að ökumaðurinn sé dökkhærður karlmaður um þrítugt og að hann hafi ekið hvítum fólksbíl, gömlum og talsvert ryðguðum, austur Arnarhraun þegar slysið varð.
Þeir sem urðu vitni að slysinu, eða búa yfir vitneskju um bílinn og ökumanninn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is en lögreglan hvetur jafnframt ökumanninn til að gefa sig fram.